Hundrað daga hátíð

Í dag var skemmtilegur dagur í 1. bekk, því þá héldu nemendur og kennarar hundrað daga hátíð. Tilefnið er að í dag var hundraðasti skóladagurinn hjá 1. bekk. Í allan vetur hafa skóladagarnir hafist á því að nemendur og kennarar telja saman dagana og skipta í tugi og einingar. Krakkarnir bjuggu til kramarhús sem þeir settu góðgæti í, tíu stykki af tíu tegundum. Í íþróttatímanum var stöðvaþjálfun og gerðu krakkarnir tíu æfingar á tíu stöðvum. Í lok skóladagsins horfðu þau á teiknimyndina 101 Dalmatíuhundar og gæddu sér á góðgætinu úr kramarhúsunum.