Heimsókn frá Múrbalasmiðjunni

Trommuleikararnir Sigurður Ingi Einarsson og Hrafnkell Örn Guðjónsson stýra stórskemmtilegri tónlistarsmiðju þar sem aðalhljóðfærið er múrbali.
Þeir komu í Árskóla í dag á vegum verkefnisins „List fyrir alla" og var heldur betur handagangur í öskjunni þegar nemendur í 3., 5., 6. og 7. bekk fengu tilsögn úr Múrbalasmiðjunni.
Allir nemendurnir fengu múrbala sem þeir bundu utan um sig og tvo kjuða. Taktar, break, grúv og hreyfingar, voru málið, auk þess sem skoðuð voru þau fjölmörgu hljóð sem hægt er að ná úr þessum ósköp venjulegu svörtu plastfötum. Þær leyna á sér!