Hefðbundið skólastarf hefst að nýju

Ágætu foreldrar/forsjáraðilar

Hefðbundið skólastarf Árskóla samkvæmt stundaskrá hefst aftur hjá öllum bekkjum mánudaginn 4. maí. Mötuneytið mun starfa með sama sniði og fyrir samkomubann og boðið verður upp á bæði morgunmat og hádegismat. Matseðill maímánaðar er kominn á vefinn. 

Íþróttakennsla í öllum bekkjum fer fram utan dyra og sundkennsla verður samkvæmt stundaskrá. Seinni hluti sundnámskeiðs 1. - 2. bekkjar hefst miðvikudaginn 6. maí og stendur til 19. maí og þann tíma fellur sundkennsla niður hjá 9. og 10. bekk eftir hádegi. Valgreinakennsla í eldri bekkjum hefst strax á mánudag.

Kennarar senda nánari vordagskrá fyrir árganginn.

Eins og fram kom í haust er enginn skólaakstur innanbæjar í maí.

Kveðja, stjórnendur