Grænn dagur í Árskóla

Á föstudag var grænn dagur í Árskóla í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti sem er á morgun. Margir mættu í einhverju grænu og á hverju stigi voru unnin margskonar verkefni sem tengjast góðum og jákvæðum samskiptum. Horft var á fræðslumynbönd, búin til vinabönd, veggspjöld og myndskeið, lukkuhjól með jákvæðum setningum og margt fleira.

Myndir frá deginum