Góður gestur í Árskóla

Á föstudaginn 11. febrúar fengum við góðan gest, því þá kom ólympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson í heimsókn.
Már hélt fyrirlestra fyrir alla nemendur skólans þar sem hann fjallaði m.a. um hugðarefni sín, íþróttir og tónlist, auk þess sem hann sagði nemendum frá augnsjúkdómi þeim sem hann glímir við, Leber congenital amaurosis (LCA) sem er arfgengur hrörnunarsjúkómur í sjónhimnu sem lýsir sér í alvarlegri sjónskerðingu strax við fæðingu.
Már fjallaði ítarlega um mikilvægi þess að nemendur settu sér markmið í tengslum við það að láta drauma sína rætast. Gerður var góður rómur að spjalli Más og urðu nemendur margs vísari eftir heimsóknina.