Gjöf til skólans

Árgangur ´74 fagnaði 30 ára útskriftarafmæli frá Gagnfræðaskólanum í vor. Af því tilefni var ákveðið að gefa Árskóla peningagjöf til tækjakaupa. Á dögunum komu fulltrúar árgangsins, þær Björk Hlöðversdóttir, Heba Guðmundsdóttir og Selma Barðdal færandi hendi og afhentu skólanum veglega peningaupphæð frá árgangi ´74. Mun gjöfin koma að góðum notum og halda merki árgangs ´74 á lofti um ókomin ár. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir hlýhug og rausnarskap í garð skólans.