Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Drangey og VÍS

Frá afhendingu vestanna.
Frá afhendingu vestanna.

Nemendur í 1. - 6. bekk fengu afhent endurskinsvesti til eignar í morgun. Vestin eru höfðingleg gjöf frá Kiwanisklúbbnum Drangey og VÍS og voru afhent áður en lagt var af stað í árlega friðargöngu skólans. Við það tækifæri létu félagar í Kiwanisklúbbnum þá ósk í ljós, að vestin yrðu notuð við sem flest tækifæri, ekki síst í svartasta skammdeginu. Við tökum heilshugar undir það og þökkum fyrir þessa höfðinglegu gjöf til nemenda.