Skólaslit

Kæru foreldrar/forsjáraðilar 

Nú er mjög óvenjulegu skólaári að ljúka. Skólaslit fyrir 1. - 8. bekkinga verða kl. 10:00 í heimastofum með umsjónarkennurum í fyrramálið, 28. maí. Því miður verða þau án ykkar að þessu sinni af sóttvarnarástæðum.
Skólaslit 9. og 10. bekkinga verða í íþróttahúsinu mánudaginn 31. maí kl. 18:30. Þar verða eingöngu aðstandendur 10. bekkinga og starfsfólk sem starfar við skólaslitin með nemendum.
 
Þriðjudaginn 1. júní kl. 09:30-14:00 verður anddyrið við A-álmu opið með óskilamunum.
Farið varlega og gætið að sóttvörnum.
 
Enn er ekki fullskipað í öll kennarateymi en ljóst er að nokkrar breytingar verða í starfsmannahópnum næsta skólaár.
 
Skóladagatal næsta skólaárs kemur á heimasíðuna á mánudaginn. Skólasetning verður fimmtudaginn 26. ágúst.
 
Að lokum viljum við þakka kærlega fyrir allan stuðninginn og skilninginn á þessu óvenjulega skólaári, þar sem við þurftum reglulega að endurskipuleggja skólastarfið.
 
Hafið það gott í sumar.
 
Kærar kveðjur, starfsfólk Árskóla