Friðarganga Árskóla

Mynd: Hjalti Árnason.
Mynd: Hjalti Árnason.

Friðarganga Árskóla fer fram föstudaginn 26. nóvember kl. 8:30 - 9:30. Líkt og í fyrra verður hún ekki með hefðbundnu sniði vegna heimsfaraldurs. Að þessu sinni ganga árgangar fylktu liði í átt að Kirkjustíg og upp á Nafir, en gæta þess að hafa bil á milli sín. Ljósið verður ekki látið ganga á milli nemenda, en þess í stað ganga formenn 10. bekkinga með ljósið upp Kirkjustíginn að krossinum á Nöfunum og kveikja á krossinum.

Til þess að skapa stemningu meðal barnanna er þeim heimilt að hafa með sér vasaljós og kveikja á þeim um leið og ljósið fer fram hjá. 

Að friðargöngu lokinni fá nemendur kakó og veitingar í bekkjarstofum.