Friðarganga Árskóla

Í morgun var hin árlega Friðarganga Árskóla sem markar í hugum margra eiginlega jólabyrjun. Safnast var saman fyrir utan skólann í morgun og gengið saman að kirkjunni þar sem krakkarnir röðuðu sér í brekkuna upp að krossinum á Nöfunum. Að venju var ljósið látið ganga nemenda á milli með kveðju um frið uns ljósið var búið að ganga milli allra nemenda skólans. Þá kveiktu formenn 10. bekkjar á krossinum. Síðan hittust allir nemendur og starfsfólk skólans og gæddu sér á kakó og piparkökum saman. 

http://www.feykir.is/is/frettir/fridarganga-arskola-for-fram-i-morgun