Fræðslufyrirlestur um sjálfsstyrkingu

Mánudaginn 20. mars verða Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson með fyrirlestra um sjálfsstyrkingu fyrir 8. – 10. bekk. Kristín og Bjarni reka saman fyrirtækið Út fyrir kassann sem leitast við að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga með því að fara með þau örlítið út fyrir þægindarammann. Markmið þeirra er að eftir námskeiðið viti þátttakendur betur hvað hugtakið sjálfsmynd merkir, hvernig sjálfsmynd þeir sjálfir eru með og hvernig þeir geta spornað við neikvæðri þróun sjálfsmyndarinnar. 

Kristín og Bjarni fara á milli grunnskólanna þriggja og dagskráin er mjög þétt. Þess vegna er einn foreldrafyrirlestur og er hann opinn öllum foreldrum grunnskólabarna í firðinum, þrátt fyrir að aðeins elstu börnin fái fræðslu.

Foreldrafyrirlesturinn er í Varmahlíðarskóla og hefst kl. 17:00. Hann er um klukkustundar langur og nefnist „Efldu barnið þitt.“