Fræðslufyrirlestur um forvarnir gegn fíkniefnum

Foreldrafélag Árskóla stendur fyrir fræðslufundi fyrir alla foreldra í matsal Árskóla þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20:00. Fyrirlesari er Hildur H. Pálsdóttir sem hefur getið sér gott orð fyrir áhrifaríka fyrirlestra um forvarnir í skólum. Hildur nýtir eigin reynslu í fyrirlestrinum, en fyrir tæpum fimm árum missti hún 15 ára gamla dóttur sína úr fíkniefnaneyslu.

Miðvikudaginn 6. nóvember verður Hildur með fræðslu fyrir 8. - 10. bekk á skólatíma.

Nánari upplýsingar um fræðslustarf Hildar er að finna á fésbókarsíðu hennar: https://www.facebook.com/hillahp

Við hvetjum ykkur foreldra til að fjölmenna á fundinn.

Stjórn foreldrafélags og stjórnendur Árskóla