Formenn 10.bekkjar

Mánudaginn 15.september kusu nemendur 10. bekkjar sína formenn og var það skemmtilegur og góður dagur. Fjórir nemendur buðu sig fram, þau Björgvin Orri, Emilía Ragnheiður, Gígja Rós og Hafþór Ingi. Þau héldu öll mjög góðar ræður. Emilía og Hafþór urðu fyrir valinu og eru því formenn 10. bekkjar skólaárið 2025/2026.