Fjöltefli á miðstigi, mynd tekin áður en fjörið hófst
Föstudaginn 14. nóvember var vel heppnað fjöltefli í Árskóla. Svavar Viktorsson kennari tefldi við nemendur á unglingastigi. Hátt í 30 tóku þátt.
Fjöldi nemenda fylgdist með og hvatti samnemendur áfram, jafnvel með ráð um næsta leik.
Sönghópur sá um ljúfa tónlist sem hljómaði í takt við flétturnar á taflborðunum.
Þann 20. nóvember var komið að miðstigi. Þar var einnig mikill áhugi og skákirnar í fjölteflinu voru ekki færri en á unglingastiginu. Jafnframt tefldu nemendur hver við annan á borðum, í stiga og alls staðar þar sem hægt var að koma fyrir tafli. Meðfylgjandi mynd var tekin við uppstillingu, áður en fjörið hófst.
Ljóst er að skákáhuginn er mikill í Árskóla og líklegt að framhald verði á viðburðum eftir áramót.