Fjöltefli á miðstigi, mynd tekin áður en fjörið hófst
Föstudaginn 14. nóvember var vel heppnað fjöltefli í Árskóla. Svavar Viktorsson kennari tefldi við nemendur á unglingastigi. Hátt í 30 tóku þátt og er stefnt á fleiri skákviðburði á skólaárinu. Meðfylgjandi mynd var tekin við uppstillingu, áður en fjörið hófst.
Fjöldi nemenda fylgdist með og hvatti samnemendur áfram, jafnvel með ráð um næsta leik.
Sönghópur sá um ljúfa tónlist sem hljómaði í takt við flétturnar á taflborðunum.
Þann 20. nóvember var komið að miðstigi. Þar var einnig mikill áhugi og skákirnar í fjölteflinu voru ekki færri en á unglingastiginu. Jafnframt tefldu nemendur hver við annan á borðum, í stiga og alls staðar þar sem hægt var að koma fyrir tafli.