Fjármálaleikar og þátttaka 10.KE

Evrópukeppni í fjármálalæsi milli grunnskóla í Evrópu fer fram á vorin ár hvert. 

Undankeppnir eru haldnar í hverju þátttökulandi í tengslum við árlega alþjóðlega fjármálalæsisviku. Á Íslandi eru það Fjármálaleikar milli grunnskóla sem haldnir voru dagana 9. – 18. mars 2022. Nemendur í 10. bekk Árskóla tóku þátt að þessu sinni. 

Fjármálaleikarnir eru netspurningaleikur og var nemendum raðað saman í tveggja manna hópa. Markmiðið með keppninni er að hvetja sem flesta nemendur til að spreyta sig á skemmtilegum spurningaleik um fjármál.

Áður en leikarnir hófust og samhliða fengu nemendur kennslu í fjármálalæsi hjá umsjónarkennara. 

Krakkarnir stóðu sig frábærlega og varð Árskóli í 6. sæti af þeim 32 grunnskólum sem tóku þátt. Mikil keppni var um efstu sætin. 

Húrra fyrir krökkunum í 10. bekk Árskóla!