Þorrablót nemenda

Samkvæmt venju verður þorrablót nemenda Árskóla haldið á bóndadaginn, föstudaginn 23. janúar. Hver bekkur verður með sitt þorrablót í bekkjarstofu kl. 10:00-12:00. Byrjað er á að safnast saman í íþróttasal þar sem sungin verða nokkur þorralög og 8. bekkingar flytja minni karla og kvenna.  Markmiðið er að kynna fyrir nemendum gamlar íslenskar hefðir og siði. 

Gert er ráð fyrir að allir nemendur komi með eitthvað smávegis af þorramat, sem sett verður á „hlaðborð“ í hverri bekkjarstofu. Nemendur mega hafa með sér safa eða gos (ekki orkudrykki). Til að auðvelda framkvæmdina væri gott að nemendur kæmu með þorramatinn niðurskorinn, í merktu boxi,  í hæfilega litla bita sem auðvelt er að stinga í með tannstöngli og fá sér „smakk“.  Þeim nemendum sem koma frá öðrum löndum eða menningarheimum er velkomið að koma með hefðbundinn mat frá sínu heimalandi.  

Á yngsta og miðstigi er kennt samkvæmt stundaskrá kl. 8:10-9:30 og kl. 11:50/12:20 til skólaloka. 
Á unglingastigi er kennt skv. stundaskrá kl. 8:10-9:40 og kl. 12:40 til skólaloka.

Þjóðlegur klæðnaður, s.s. lopapeysur, ullarsokkar, sjöl, skotthúfur o.fl., er vel við hæfi þennan dag.