Endurskinsvesti frá Kiwanisklúbbnum Drangey og VÍS

Enn á ný bar góða gesti að garði. Í dag komu þeir Emil Hauksson frá Kiwanisklúbbnum Drangey og Snorri Geir Snorrason lögreglumaður og færðu öllum nemendum í 1. bekk endurskinsvesti að gjöf.  Í fyrra færðu Kiwanisklúbburinn og Vátryggingafélag íslands,  VÍS,  öllum nemendum í 1. - 6. bekk endurskinsvesti og því var þessi viðbót kærkomin. Þeir Emil og Snorri Geir hvöttu krakkana til að vera duglega að nota vestin og bentu þeim á hversu mikilvægt öryggistæki þau væru.  Árskóli færir Kiwanisklúbbnum og VíS bestu þakkir fyrir gjöfina og hvetur foreldra til að senda börn sín ávallt í vestunum í skólann.