Downs-dagurinn í Árskóla

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er sunnudaginn 21. mars.
Fólk um allan heim klæðist litríkum, mislitum sokkum á Downs-deginum til að fagna og vekja athygli á fjölbreytileikanum.

Í Árskóla fögnum við Downs-deginum föstudaginn 19. mars, með því að klæðast litríkum, mislitum sokkum.

Við vonumst eftir frábærri þátttöku nemenda og starfsmanna!