Nú fer að styttast í árlegt dansmaraþon hjá 10. bekk, en það verður 14. og 15. nóvember.
Hægt er að panta dansmaraþonboli hjá skólaritara. Bolirnir verða afhentir hjá ritara, sem tekur við greiðslu, fyrir hádegi á fimmtudeginum. Ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð 10. bekkinga. Í ár eru bolirnir bleikir með bláu þrykki. Þeir fást í stærðunum S youth, M youth, L youth, XL youth, S, M, L, XL. En takið eftir að þetta eru stórar stærðir.
Bolurinn kostar 1500.- kr.
Vinsamlegast sendið pantanir á netfangið ritari@arskoli.is eða í síma 455-1100.