Dansmaraþon hjá 10. bekkingum verður 8. og 9. október (miðvikudagur og fimmtudagur).
Hægt er að panta dansmaraþonboli á morgun þriðjudag til kl. 12:00. Vinsamlegast sendið pantanir á netfangið ritari@arskoli.is
Ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð 10. bekkinga. Í ár eru bolirnir myntugrænir með bleiku þrykki. Þeir fást í stærðunum XS youth (110), M youth (128), L youth (140) og XL youth (152), S, M, L, XL og XXL. Bolurinn kostar 2000.- kr.
Bolirnir verða til afgreiðslu á miðvikudagsmorgni.
Einnig verður hægt að kaupa boli meðan á dansmaraþoni stendur. Takmarkað magn í boði.