Dansmaraþon 10. bekkjar

Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 10:00 hefst dansmaraþon 10. bekkinga og því lýkur kl. 10:00 á fimmtudegi. Auglýsing verður birt í Sjónhorninu á miðvikudag og þar má sjá nánari upplýsingar.
Dansmaraþonið hefst s.s. í íþróttahúsinu á miðvikudagsmorgninum (kl. 10:00) og þangað er yngri nemendum boðið til að dansa. Hver árgangur fær u.þ.b. 20 mín til að dansa við 10. bekkinga. Á meðan á þessari dagskrá yngsta stigs stendur verður kaffihús opið í anddyri íþróttahús (uppi - þar sem gengið er inn á körfuboltaleiki). Gaman væri er fjölskyldur yngri barnanna, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, hefðu tök á að koma í stutta heimsókn í skólann, fylgjast með dansinum og fá sér kaffibolla, djús og kaffibrauð, sem foreldrar 10. bekkinga hafa bakað. Vinsamlegast athugið að við erum almennt ekki með posa þannig að gott er að hafa með sér peninga. Kaffihús verður síðan opnað í matsal skólans kl. 15:30 og pizzusala verður þar frá kl. 19:00.

Við hvetjum alla til að gera sér glaðan dag og taka þátt í þessari danshátíð skólans.

Tímasetningar á dansi yngri bekkja.

Miðvikudagur 9. nóvember:
10:30 - 10.55 --> 2. bekkur
10:55 - 11:20 --> 3. bekkur
12:00 - 12:25 --> 1. bekkur
12:25 - 12:50 --> 4. bekkur

Frá kl. 11:30-12:00 dansa 8. og 9. bekkingar við 10. bekkinga í íþróttahúsinu.
Frá kl. 13:10-13:30 dansa 5. bekkingar við 10. bekkinga í íþróttahúsinu.
Frá kl. 13:30-13:50 dansa 6. og 7. bekkingar við 10. bekkinga í íþróttahúsinu.

Fimmtudagur 10. nóvember:
9:00 - 9:30 --> Skólahópur Ársala

Dansmaraþoni lýkur í íþróttahúsinu kl. 10:00 á fimmtudeginum og gaman væri ef sem flestir hefðu tækifæri til að upplifa lokamínúturnar með 10. bekkingum og Loga danskennara.