Dagur einhverfra 1. apríl

Dagur einhverfra 1. apríl. 

Laugardagurinn 2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra, en í Árskóla ætlum við að halda upp á daginn á morgun - föstudaginn 1. apríl
 
Blár litur hefur fram að þessu einkennt daginn og fólk klæðst bláu til að sýna samstöðu með einhverfum, en með nýju merki félags einhverfra (einstakur apríl) hafa fleiri litir bæst við litrófið til að tákna fjölbreytileika einhverfra. Merki félags einhverfra er fiðrildi og blái liturinn verður áfram hluti af litrófi fiðrildisins en fleiri litum hefur verið bætt við til að fagna fjölbreytileikanum, jákvæðni og gleði. 
 
Fögnum fjölbreytileikanum og sýnum samstöðu með einhverfum með því að klæðast einhverju litríku (bláu, fjólubláu, grænu, gulu, rauðu, appelsínugulu) á morgun föstudaginn 1. apríl.