Breyting á skóladagatali

Ágætu foreldrar/forsjáraðilar

Við minnum á breytingu á skóladagatali. Þessar breytingar eru samþykktar af skólaráði, starfsfólki og fræðslunefnd. Árskóli er 25 ára á þessu ári og verður opið hús í Árskóla þriðjudaginn 16. maí kl. 16-19. Nánar auglýst þegar nær dregur. Þess í stað fellur kennsla niður föstudaginn 21. apríl. 

Góðar kveðjur, stjórnendur