Árskóladagurinn - opið hús í Árskóla

Árskóladagurinn er að þessu sinni tileinkaður upplýsingatækni í skólastarfinu og verðum við með opið hús í skólanum, laugardaginn 5. maí kl. 10:00-13:00.

Kaffihús verður opið þar sem nemendur selja kaffi, djús

og meðlæti sem þeir hafa bakað.

Einnig verður markaður með ýmsum vörum sem nemendur hafa búið til eða safnað.

Vinsamlegast athugið að við erum ekki með posa.

 

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Skagafjarðar.

Vonumst eftir að sjá ykkur sem flest.

Allir velkomnir!

 

Nemendur og starfsfólk Árskóla