Árshátíð miðstigs

Í liðinni viku voru árshátíðarsýningar nemenda á miðstigi sýndar í Bifröst og markar það endi

á löngu æfingaferli þar sem nemendur þjálfa ýmsa færni sem tengist leiklist og söng. Á æfingatímanum vorum við að vinna með styrkleikann hugrekki í Árskóla og nemendur sýndu sannarlega hugrekki þegar þeir stigu á sviðið í Bifröst. Allir stóðu þeir sig með mikilli prýði og voru stórir og litlir sigrar unnir, bæði innan sviðs og utan.