Hátalari á Þekju

Á fundi nemendafélagsins í morgun afhenti Óskar skólastjóri hátalara sem keyptur var fyrir gjafapeninga til skólans. Hátalaranum verður komið fyrir á Þekju til afnota fyrir nemendur í frímínútum. Tveir nemendur úr 10. bekk, þeir Eyþór og Sævar, áttu frumkvæði að kaupunum og tóku við hátalaranum úr hendi skólastjóra.