9.bekkur á Fjármálaleikum

9. bekkur í Árskóla tók þátt í Fjármálaleikunum sem er keppni á milli skóla í fjármálalæsi.
Megin markmiðið með keppninni er að leyfa sem flestum nemendum á grunnskólastigi að taka þátt í skemmtilegum leik um fjármál auk þess að minna á mikilvægi góðs fjármálalæsis. Í ár tóku þátt um 1.800 nemendur úr 55 grunnskólum víðsvegar á landinu.
Við í 9. bekk unnum þetta þannig að nemendur voru í tveggja manna hópum til að geta hjálpast betur að, en kepptu samt sem eitt lið þar sem skólarnir eru að keppa sín á milli. Krakkarnir stóðu sig mjög vel þrátt fyrir að komast ekki á pall að þessu sinni, enda mikil barátta um efstu sætin þegar 55 skólar eru að keppa. Það voru þó dregin út aukaverðlaun og þeir nemendur sem svöruðu öllum spurningum rétt fóru í pottinn. Þar áttum við í Árskóla fulltrúa því þær Lára Sigurðardóttir og Fanney Klara Jónsdóttir gerðu sér lítið fyrir og svöruðu öllum spurningunum rétt og voru dregnar út. Til hamingju stelpur.