112 dagurinn

Við fengum góða heimsókn í dag í tilefni af 112-deginum. Félagar úr Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit komu ásamt starfsmönnum úr Lögreglunni á Sauðárkróki og Brunavörnum Skagafjarðar. Það var heldur betur handagangur í öskjunni er nemendur skoðuðu farskjóta þessara aðila að innan og utan um leið og þeir fengu fræðslu um öruggismál.