Persónuleg ráðgjöf

Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum og forráðamönnum þeirra aðstoð og stuðning þegar á þarf að halda.

Persónuleg mál nemenda geta verið af ýmsum toga s.s. námsleg, félagsleg, tilfinningaleg eða tengd samskiptum. Aðstoð náms- og starfsráðgjafa miðar að því að hjálpa nemendum að leita lausna.