Námtækni

Námstækni er hugtak sem á við um allar þær aðferðir sem við notum til að læra. Það er mjög misjafnt hvaða námstækni hentar hverjum og einum og aðstoðar náms- og starfsráðgjafi við að finna hentuga námstækni. Oft er talað um mismunandi námsaðferðir nemenda. Markmiðið með því að kenna námstækni er fyrst og fremst:

  • Að nemendur hafi öðlast þekkingu, hæfni og leikni til að beita sjálfstæðum vinnubrögðum í námi og nota þær námsaðferðir sem þeim hentar best.

Hér að neðan er alls kyns efni um námstækni sem vert er að skoða.

Einnig er vert að benda á námstækniheftið Náðu tökum á náminu sem gefið er út af Námsgagnastofnun og hefur verið dreift til nemenda á unglingastigi í Árskóla og bókina Hámarksárangur í námi með ADHD eftir Sigrúnu Harðardóttur og Tinnu Halldórsdóttur.