Dagur gegn einelti

7. nóvember er grænn dagur í Árskóla í tilefni af degi gegn einelti sem er laugardaginn 8. nóvember. Við hvetjum nemendur og starfsmenn til að mæta í einhverju grænu í tilefni dagsins. Ýmis verkefni verða unnin í öllum árgöngum sem tengjast góðum og jákvæðum samskiptum.