Bókanir fyrir viðtalsdag

Miðvikudaginn 4. febrúar er foreldraviðtalsdagur í Árskóla þar sem nemendur mæta ásamt foreldri í viðtal hjá umsjónarkennara. Foreldrar bóka viðtal hjá umsjónarkennara í viðtalsbókunarkerfi í Mentor sem birtist á svæði foreldra í Mentorappinu.
Bókanir fara fram frá þriðjudegi 27. janúar kl. 9:00 til föstudags 30. janúar kl. 18:00.