Sjálfsmat

Hér fyrir neđan er hćgt ađ nálgast allar upplýsingar um sjálfsmat skólans.

Samkvćmt gildandi grunnskólalögum ber grunnskólum ađ framkvćma kerfisbundiđ sjálfsmat. Tilgangur ţess er ađ kanna hvort markmiđum skólans hefur veriđ náđ, greina sterka og veika ţćtti í skólastarfinu og skapa ţannig grunn ađ umbótum. Sjálfsmatiđ verđur stöđugt ađ vera í gangi og er langtímamiđađ. Međ ţví fer fram víđtćk gagnasöfnun um skólastarfiđ. Sjálfsmat skóla er ţví leiđ til ţess ađ miđla ţekkingu á skólastarfi og er liđur í ţróun og vexti hvers skóla. Sjálfsmat, umbćtur og mat á ţeim eru ţví lykill ađ ţví ađ gera góđan skóla betri.

Skólar geta valiđ hvađa ađferđum ţeir beita í sjálfsmatsvinnunni. Ákveđin viđmiđ sem skólum er ćtlađ ađ uppfylla í sjálfsmatsvinnunni eru gefin út á vegum ráđuneytisins svo og leiđbeiningar um sjálfsmat. Til ađ mat teljist uppfylla viđmiđ laga ţarf ţađ ađ vera formlegt, altćkt, áreiđanlegt, samstarfsmiđađ, umbótamiđađ, árangursmiđađ, stofnana- og einstaklingsmiđađ, lýsandi, greinandi og opinbert.

Frá árinu 1999 hefur starfsfólk Árskóla byggt sjálfsmatiđ á skoska sjálfsmatskerfinu How Good Is Our School sem ber heitiđ Gćđagreinar í íslenskri ţýđingu. Skólaskrifstofa Skagfirđinga sá um ađ ţýđa Gćđagreinana áriđ 1999.  Á vordögum 2010 var lokiđ viđ ţýđingu á Gćđagreinum 2 sem er ţriđja útgáfa Skotanna á gćđagreinunum (HGIOS 3). Ţađ voru Ţóra Björk Jónsdóttir sérkennslu- og kennsluráđgjafi og Helga Harđardóttir kennsluráđgjafi sem sáu um ţýđinguna.  Á vordögum 2010 voru tveir nýir gćđagreinar lagđir fyrir til mats í Árskóla og ţar međ hafin ađlögun á Gćđagreinum 2 ađ sjálfsmatskerfi skólans. Nýtt ţriggja ára kerfisbundiđ sjálfsmat međ Gćđagreinum 2 mun taka gildi í Árskóla frá og međ skólaárinu 2010-2011. Einnig mun sjálfsmatiđ taka miđ af ţeim gćđagreinum sem starfsfólk skólans hefur búiđ til og ţróađ međ sérstöđu skólans ađ leiđarljósi.

Starfsfólk Árskóla er brautryđjendur í notkun Gćđagreinanna hér á landi.  Frá upphafi höfum viđ notiđ styrkrar leiđsagnar skólastjórnenda Balwearie High unglingaskólans í Kirkcaldy í Skotlandi.  Allir starfsmenn Árskóla koma ađ sjálfsmatsvinnunni og vel hefur tekist til ađ laga Gćđagreinana ađ sérstöđu skólastarfs í Árskóla. Ţađ hefur sýnt sig ađ slík vinna skilar umtalsverđum árangri í endurbótum á skólastarfinu. 

Áriđ 2003 var Árskóli í úrtaki Menntamálaráđuneytisins ţar sem lagt var mat á sjálfsmatsađferđir nokkurra skóla.  Hlaut sjálfsmatskerfi skólans ţá fullt hús stiga. Árskóli var einnig í úrtaki Menntamálaráđuneytisins haustiđ 2009 vegna sjálfsmatsađferđa. Heildarniđurstöđur úttektar bárust frá menntamálaráđuneyti í bréfi dagsettu 22. janúar 2010. Ţar kemur m.a. eftirfarandi fram:

„Í fimm af ţeim 29 grunnskólum sem voru í úttekt haustiđ 2009, eru bćđi viđmiđ ráđuneytisins um sjálfsmatsađferđir og um framkvćmd sjálfsmats uppfyllt ađ öllu leyti.  Árskóli er einn ţessara skóla og fagnar menntamálaráđuneytiđ góđum árangri og vel unnum störfum viđ sjálfsmat í skólanum. Ráđuneytiđ vćntir ţess ađ skólinn vinni áfram af sama metnađi viđ sjálfsmat.“

Einn ţáttur sjálfsmatsins felst í ţví ađ afla gagna međ viđhorfakönnunum.  Árlega er könnun lögđ fyrir foreldra nemenda í 2., 4., 7. og 10. bekk.  Sambćrileg könnun er lögđ árlega fyrir nemendur í sömu bekkjum ađ undanskildum nemendum í 2. bekk. Árleg skimun á gćđagreinunum er lögđ fyrir kennara í lok hvers skólaárs og stór starfsmannakönnun ţriđja hvert ár.  Kannanir ţessar eru allar settar fram í könnunarforritinu Lime survey sem er opinn hugbúnađur og tölvuumsjónarmađur skólans hefur ţýtt og stađfćrt.

 

 

 

Svćđi

  • Árskóli
  • Viđ Skagfirđingabraut
  • 550 Sauđárkrókur
  • Sími: 455 1100
  • Netfang: arskoli@arskoli.is