Sigrún Ása með allt rétt í eldvarnargetrauninni

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land í lok nóvember ár hvert. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir.  Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni. Sigrún Ása Atladóttir í 3. AB sem var með öll svör rétt í eldvarnargetrauninni og var dregin út. Yngvi Yngvason varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar kom og afhenti henni viðurkenningaskjal og verðlaun.