Árvist - frístund

Árvist er frístundaheimili á vegum Árskóla fyrir nemendur í 1. - 2. bekk eftir að   hefðbundnum skóladegi lýkur og til kl. 16:30. Nemendum í 3. - 4. bekk er boðið upp á tómstundastarf í Húsi frítímans, auk íþróttaæfinga af ýmsu tagi. Árvist er til húsa í kjallara Árskóla. Árvist er opin á skipulags- og foreldraviðtalsdögum skólans og í vetrarfríum. Sérstök skráning fer fram fyrir þessa daga og eru þeir greiddir sérstaklega. Starfsemi Árvistar hefst í ágúst hvert skólaár. Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu Árskóla og eins á skrifstofu skólans og í Árvist. Vistunarreglur eru birtar á vef Árskóla. Markmið Árvistar eru að veita nemendum þroskavænlegt umhverfi og öruggt skjól og stuðla að vellíðan og gleði nemenda. Starfsemin helgast af frjálsum leik, úti og inni og ýmsu skipulögðu tómstundastarfi, s.s. íþróttum og föndri.