Móttaka nýrra starfsmanna

Þegar nýr starfsmaður tekur til starfa fær hann kynningu á þeim atriðum sem varða vinnustaðinn og starfsemi hans. Starfsmanni eru afhent ýmis gögn er varða skólastarfið eða bent á hvaða gögn hann þurfi að kynna sér, s.s. skólanámskrá, vefsíðu skólans o.fl. Nýir kennarar, byrjendur í kennslu, fá leiðsagnarkennara fyrsta árið. Nýir starfsmenn eru oftast undir handleiðslu næsta yfirmanns, s.s. deildarstjóra eða samstarfskennara/ árgangastjóra