Stærðfræði

Góð færni í stærðfræði er nauðsynleg hverjum manni til að takast á við daglegt líf og störf.  Tækniframfarir nútímans krefjast aukinnar færni í stærðfræði og aukin tölvunotkun kallar á breytta stærðfræðiþekkingu fólks. Mikilvægt er að nemendur fái að nálgast viðfangsefnið á fjölbreyttan hátt og fái að nýta sér þær tækninýjungar sem bjóðast.

Unnið er eftir lotukerfi á mið- og unglingastigi þar sem afmarkað námsefni er tekið fyrir í stuttum og hnitmiðuðum lotum sem enda svo á prófum sem gilda til lokaeinkunnar.