Viðtalsdagar

Tvisvar á hverju skólaári er formlegur viðtalsdagur. Þá eru foreldrar/forsjáraðilar boðaðir ásamt nemendum í viðtal hjá umsjónarkennara. Aðrir kennarar og starfsmenn eru einnig til viðtals á þessum degi.  Líðan nemenda og námsmat er notað sem umræðugrundvöllur í þessum viðtölum.  Tilgangur viðtalsdaga er m.a. að: 

  • nemendur fái endurgjöf um nám sitt og hegðun ásamt hrósi og ábendingum um hvort eitthvað megi betur fara. 

  • veita nemendum og foreldrum/forsjáraðilum þeirra upplýsingar um framvindu náms.