Fræðsluþjónusta Skagafjarðar

Samkvæmt reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga er markmið þjónustunnar að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Sérfræðiþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á.