Samþætting námsgreina

Á unglingastigi eru námsgreinar eins og íslenska, lífsleikni, samfélagsfræði og náttúrufræði talsvert samþættar. Í bókmenntakennslu er mikil samþætting milli íslensku og samfélagsgreina. Bækur eins og  Vertu ósýnilegur, Strákurinn í röndóttu náttfötunum og Undur eru dæmi um slíkt. Einnig er íslenska samþætt við náttúrufræði, lífsleikni og samfélagsfræði í gegnum ritun, bæði heimildaritun og skapandi skrif, sem og umræður.